top of page

STARFSMANNASTEFNA AUSTURKÓRS

Í Austurkór starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks, með mismunandi bakgrunn, reynslu og menntun. Við erum allskonar og viljum vera allskonar því þannig sköpum við fjölbreytt skólasamfélag. Sýn okkar byggir á því að Austurkór sé skólinn okkar, barna, kennara og foreldra. 

Í Austurkór leggjum við áherslu á að fólk bæti við sig þekkingu, vaxi í starfi. Það gerum við með því að sýna hvert öðru stuðning, veita fræðslu og að hver og einn noti hæfni sína og rödd. Við skipulag skólastarfsins iðkum við lýðræðisleg vinnubrögð og allir í skólanum eiga að geta haft áhrif á starfið, nýtt hæfileika sína og aukið hæfni sína í uppbyggilegu og hvetjandi lærdómssamfélagi. 

Hér má lesa um starfsmannastefnu Austurkórs: http://austurkor.kopavogur.is/media/leikskolar/Starfsmannastefna--Austurkors.pdf

 

bottom of page