top of page

UM LEIKSKÓLANN

Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli, sem var formlega opnaður 1. febrúar 2014 í hátíðlegri athöfn. Leikskólinn er staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn á aldrinum 1-6 ára og fjölbreytt starfslið sem er einbeitt í að byggja upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla. Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru: útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð.

 

Gildi skólans eru Samvinna - Lýðræði - Atorka og einkennisorð skólans eru Austurkór - þar sem ævintýrin gerast.

Austurkór er opinn frá 7:30-16:30. Samkvæmt dvalarsamningum Kópavogsbæjar er leikskólinn lokaður í fjórar vikur á sumrin og hálfan dag fyrir og eftir lokun. Sumarlokunin er ákvörðuð í byrjun vorannar ár hvert og er kosið á milli tímabila. 

Leikskólastjóri Austurkórs er Guðný Anna Þóreyjardóttir.

Leikskólinn Austurkór

Austurkór 1

203 Kópavogur

S: 441-5100

austurkor@kopavogur.is

Heimasíða Austurkórs: http://austurkor.kopavogur.is/

bottom of page